Renault sækir um aðstoð í rekstrarvanda
Bílaframleiðendur eiga við mikinn rekstrarvanda að stríða um þessar mundir sökum kórónaveirufaraldursins. Samdráttur í sölu nýrra bíla er mikill og alveg ljóst að bílaframleiðendur verða í langan tíma að rétta úr kútnum.
Franski bílasmiðurinn Renault er að gera sér vonir um að fá fimm milljarða evra ríkisábyrgðarlán til að takast á við áfallið sem kórónuverufaraldurinn hefur valdið fyrirtækinu. Renault óskaði eftir hjálp eða stuðningi fyrir nokkrum vikum síðan enda staða fyrirtækisins graf alvarleg.
Áður en til kórnónaveirufaraldursins kom var staða Renault ekki góð en síðasta ár reyndist franska fyrirtækinu erfitt á margan hátt Fleiri bílaframleiðendur í Evrópu hafa óskað eftir ríkisaðstoðum í sínum löndum til að mæta rekstrarvanda sínum.