Renault lægstur í CO2
Í árlegri úttekt á tölum um eyðslu og CO2 útblástursgildi nýrra bíla hefur franski bílaframleiðandinn tekið fyrsta sætið af Fiat sem vermt hefur það um árabil. Renault var sú bíltegund á árinu 2013 sem að meðaltali eyddi minnstu eldsneyti og blés frá sér minnstu CO2 að meðaltali. Miðað við árið 2012 minnkaði meðalútblástur nýrra fólksbíla í Evrópu um fjögur prósent á hvern ekinn kílómetra. Hann var árið 2013 126,8 grömm.
Því verður tæpast á móti mælt að það gengur vel að draga úr CO2-útblæstrinum frá nýjum bílum. Fiat hefur um langt skeið verið í fremstu röð í þessu efni og er það óefað enn. Gera má ráð fyrir því að endanleg sameining Fiat og Chrysler, samnýting bandarískrar og evrópskrar bíla-og véltækni og vaxandi vegur Chryslerbíla í Evrópu, m.a. undir merkjum Fiat, eigi sinn þátt í því að Fiat hefur látið eftir efsta sætið til Renault og fallið niður í fimmta sætið næst á eftir Renault, Peugeot, Toyota og Citroen. En það varð nú engu að síður bati hjá Fiat sem nemur 1,4 grömmum miðað við árið 2012.
Renault hefur sannarlega sótt í sig veðrið í þessum efnum. Það sést ekki síst á því að meðalútblástur nýrra Renaultbíla í Evrópu árið 2013 var 110,1 grömm af CO2 pr. km. Það er samdráttur um 11 prósent á aðeins einu ári.
Sæti 2013 (2012) |
Tegund |
2013 CO2, g/km |
Breyting frá 2012 |
1 (3) |
110.1 |
-11.2 |
|
2 (2) |
Peugeot |
114.9 |
-6.2 |
3 (4) |
Toyota |
115.9 |
-5.8 |
4 (5) |
Citroën |
116.2 |
-5.8 |
5 (1) |
Fiat |
118.1 |
-1.4 |
6 (6) |
Seat |
118.9 |
-5.1 |
7 (9) |
Ford |
122.1 |
-7.1 |
8 (11) |
Skoda |
125.3 |
-7.3 |
9 (15) |
Dacia |
127.1 |
-10.8 |
10 (-) |
Suzuki |
127.3 |
-3.3 |
11 (13) |
VW |
127.8 |
-5.6 |
12 (14) |
Nissan |
129.3 |
-7.2 |
13 (7) |
Mini |
129.5 |
0.9 |
14 (8) |
Kia |
129.5 |
0.6 |
15 (10) |
Hyundai |
129.7 |
-2.6 |
16 (12) |
Opel |
132.0 |
-0.8 |
17 (19) |
Volvo |
132.1 |
-11.1 |
18 (16) |
Audi |
135.0 |
-4.3 |
19 (17) |
BMW |
135.7 |
-5.1 |
20 (20) |
Mercedes-Benz |
139.5 |
-8.1 |
Heimild: Jato Dynamics |
|
CO2-tölurnar eru vegið meðaltal útblásturs allra seldra og skráðra bíla hvers framleiðanda. Þetta vegna meðaltal ræðst ekki eingöngu af því hversu orkunýtnar vélarnar í bílunum eru heldur ræðst það líka af því hversu hátt hlutfall dísilvéla er innan hverrar tegundar, fjölda rafbíla og hversu stóri og þungir bílarnir eru. Þannig nýtur Renault auðvitað góðs af því að hafa selt 9.000 rafbíla þótt mestu skipti auðvitað hversu framfarirnar hafa verið stórstígar í hinum hefðbundnu bílum allt frá smábílum upp í meðalstóra fólksbíla. Litlu og meðalstóru bílarnir frá Renault hafa selst mjög vel undanfarin ár en salan á stóru bílunum Laguna og Espace verið fremur treg. Það er þveröfugt hjá Fiat. Þar hefur hægt á sölu smábíla en nýju stærri bílarnir eins og 500 L og 500 Living hafa runnið út. Meðal- CO2 gildið hjá Mini, Hyundai og Kia jókst árið 2013 miðað við árið á undan þannig að allar tegundirnar hafa færst neðar á listann milli ára.
Meðalútblástur CO2 frá öllum seldum bílum árið 2013 minnkaði úr 132,3 í 126,8 grömm pr. kílómetra. Það þýðir að bílaframleiðendur sem sjá Evrópu fyrir bílum hafa nú náð markmiðinu sem þeim var gert að ná frá og með árinu 2015 sem er 130 grömm pr. kílómetra. Af þeim 20 bíltegundum sem á listanum eru ná 15 130 gramma markinu en fimm ekki.