Renault leggur mikla áherslu á framleiðslu rafbíla
Bílaframleiðendur munu á næstu árum leggja mikla áherslu á framleiðslu á rafbíla. Mikil vakning er um allan heim að minnka mengun sem er mikið vandmál í stórborgum heimsins. Renault Group eru með áætlanir um að öll meginstarfsemi þróunar og framleiðslu rafbíla Renault Group verður efld í Frakklandi þar sem samsteypan hyggst fjárfesta fyrir meira en einn milljarð evra á næstu árum í samræmi við áætlun fyrirtækisins, „Drive The Future“.
Fyrirtækið hyggst einnig efla kynningu á rafbílum með opnun sérstakra sýningar- og fræðslusala (Renault Electric Vehicle Experience Centre) í borgum víða í Evrópu. Nú þegar hafa slíkir salir verið opnaðir í Stokkhólmi og Berlín.
Fjórar verksmiðjur Renault Group gegna meginhlutverki í áætlunum Renault. Þannig verður nýr undirvagn fyrir samsteypuna, þar með talið Nissan og Mitsubishi, þróaður og framleiddur í verksmiðju fyrirtækisins í Douai. Í Flins verður framleiðslugetan á ZOE tvöfölduð frá því sem nú er, í Cleon verður framleiðsla rafmótora þrefölduð og ný kynslóð mótors þróuð og kynnt á næstunni.
Þá verður ennfremur fjárfest umtalsvert í Maubeuge þar sem ný kynslóð Kangoos-sendibílsins verður þróuð og framleidd, þar á meðal rafknúna útgáfa bílsins, mest selda rafknúna sendibíl Evrópu.
Áætlunin er í samræmi við markmið fyrirtækisins að styðja dyggilega við bakið á iðnaðarframleiðslu Frakklands og tryggja áfram samkeppnishæfni og forskot Renault og samsteypunnar í heild á rafbílamarkaði þar sem vöxtur er stöðugur og vaxandi. Renault gerir ráð fyrir að ráða fimm þúsund nýja starfsmenn á árabilinu 2017-2019 og verja um 235 milljónum evra til starfsþjálfunar á sama tíma.