Renault stórjepplingur
Hjá Renault er nú verið að reynsluaka og leggja lokahönd á nýjan stóran jeppling, stærri en Renault Kadjar, sem kemur á almennan markað í lok þessa árs. Bíllinn nefnist Maxthon og verður systurbíll Nissan X-Trail.
Maxthon verður byggður á sömu grunnplötu og hin nýja kynslóð Nissan X-Trail en bílafjölmiðlar greina frá því að þær bensín- og dísilvélar sem verða í honum verði ýmist sóttar til Renault Kadjar og hins nýja Nissan X-Trail.
Hönnunar- og þróunarvinnan við Maxthon hefur að miklu leyti farið fram í Asíu, aðallega Kína. Fjöldaframleiðsla á honum fyrir Asíumarkaðina mun fara fram hjá Samsung í Kóreu.