Ríkið getur nú lánað sjálfu sér
Frumvarp fjármálaráðherra um að heimila ráðherra að skuldbinda ríkissjóð um 8,7 milljarða vegna Vaðlaheiðarganga var samþykkt á alþingi í gær með 29 atkvæðum gegn 13. Fimm sátu hjá, þar af þrír stjórnarþingmenn.
Þar með getur þessi umdeilda framkvæmd hafist. Umdeild er hún, ekki vegna þess að hún sé í sjálfu sér slæm, heldur vegna þess hvernig allur aðdragandinn er. Hún er rifin
Vegurinn um Víkurskarð mælist þriggja stjörnu vegur (gulur vegur) í öryggisskoðun Euro RAP. Vegirnir sínu hvoru megin Víkurskarðs eru hins vegar tveggja stjörnu vegir (rauðir). |
út úr eðlilegri mikilvægisröð samgönguáætlunar, fyrst á þeim forsendum að hún verði einkaframkvæmd sem muni fyrirsjáanlega bera sig á veggjöldum. Löngu er hins vegar ljóst að fjárhagsforsendur allar reyndust byggðar á sandi ofurbjartsýni, og félag það sem ætlar að bora göngin er alls ekki neitt einkahlutafélag þótt það heiti það, heldur að nánast öllu leyti í eigu opinberra aðila, aðallega ríkisins í gegn um Vegagerðina.
Og það sem alþingi hefur nú gert er að skuldbinda ríkið um langa framtíð með sérstökum lögum sem víkja til hliðar lagaskilyrðum fyrir ríkisábyrgðum. Þau áhrif sem þetta á eftir að hafa á aðrar og miklu meira aðkallandi framkvæmdir og endurbætur á þjóðvegakerfinu eru fyrirsjáanleg – meðal annars þau að aðkallandi nýframkvæmdir, viðhald og mjög aðkallandi endurbætur öryggisþátta munu áfram fá að sitja á hakanum um sinn.