Ruddir hafa verið yfir þrjú þúsund kílómetrar á höfuborgarsvæðinu
Snjómoksturstæki á höfuðuborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast eftir gríðarlega snjókomu sem gerði aðfaranótt sunnudags.
Jarðfallinn snjór var 51 cm sem er einn sá næstmesti sem fallið hefur síðan mælingar hófust. Mestur vann hann í janúar 1937 og þá mældist snjódýptin 55 cm.
Tugir snjómoksturstækja var í nótt úti að moka snjó af götum og mikið starf er ennþá óunnið í húsagötum þar sem víða er enn þungfært og bílar fastir.
Á þriðja hundarð manns hafa verið að störfum við snjóruðning í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og alls hafa verið ruddir rúmlega þrjú þúsund kílómetrar eins og kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.
Næstu daga verður víða bjart og fallegt vetrarveður og hægviðrasamt út vikuna. Hiti víða nálægt frostmarki að deginum, en talsvert næturfrost inn til landsins.
Atriði sem vert er að hafa í huga í vetraraðstæðum
- Í vetrarakstri er brýnt að hafa í huga að bifreiðin sé ávallt vel búin til aksturs í snjó.
- Hafðu ávallt beltin spennt.
- Aldrei að ræsa bifreiðina í lokuðu rými eins og til að mynda í bílskúr.
- Ekki að yfirgefa bifreiðina í gangi.
- Athugið að rétt loft sé í hjólbörðum.
- Að bensíntankur bifreiðarinnar sé alltaf að minnsta kosti hálffullur.
- Forðast að nota handbremsuna í köldu veðri, rigningu og í snjókomu.
- Ekki að nota hraðastillinguna í hálku.
- Sýndu ávallt varkárni í akstri.
Mikilvægt er að hafa athyglina í lagi þegar ekið er í snjó og ávallt sé ekið eftir aðstæðum hverju sinni. Fylgdu eftir þessum atriðum hér að framan vel eftir svo þú komist heilu og höldnu á áfangastað.