Rússnesk vetrardekk á Íslandi
08.11.2005
Amtel NordMaster vetrardekk.
Amtel, sem er eitt stærsta dekkjaframleiðslufyrirtækið í Rússlandi keypti í sumar hið virta hollenska dekkjafyrirtæki Vredestein og stendur nú í miðri stórútrás á vestur-evrópskan dekkja- og hlutabréfamarkað. Fyrirtækið hefur nú verið skráð á hlutabréfamarkaði í London og næsta fimmtudag, þann 10. nóvember hefst þar hlutafjárútboð á 25% eignarhlut í Amtel Vredestein N.V, eins og fyrirtækið heitir nú. Forráðamenn fyrirtækisins vonast til þess til að fá 250- 300 milljónir dollara fyrir hlutinn og að heildarverðmæti fyrirtækisins að útboðinu loknu verði 1-1,2 milljarðar dollara.
Dekkjaframleiðsla Amtel fer fram bæði í Hollandi og í Rússlandi og stór hluti Rússlandsframleiðslunnar uppfyllir evrvópska gæðastaðla og útflutningur til Evrópulanda er ört vaxandi. Hér á Íslandi fást Amtel vetrardekk hjá bílavarahlutaversluninni Stillingu og eru á hagstæðu verði. Sem dæmi má nefna að negld vetrardekk af stærð 205/65R15 kosta 6.900 krónur og dekk undir smábíla eins og t.d. VW Polo kosta undir fimm þúsund krónum.