Sá fallegasti 2007

http://www.fib.is/myndir/Laguna%20Sport%20Tourer.jpg
Laguna Sport Tourer: Fallegasti bíll síðasta árs. Kynningarmyndefni um bílinn var gert á Íslandi.

Skutbílsútgáfa af Renault Laguna var valinn fallegasti bíll síðastliðins árs. Valið fór fram á bílasýningunni í París fyrr í mánuðinum. Sérstök forvalsnefnd hafði tilnefnt nýja bíla á vallista en sýningargestir og evrópskir bílaáhugamenn kusu síðan milli bílanna á þessum lista.

Frönsk bílahönnun hefur lengi verið sérstök og með frægustu bílum bílasögunnar fyrir hönnun má nefna Citroen Traction Avant fyrir miðja síðustu öld og arftaka hans Citroen DS upp úr miðri öldinni, Renault „hagamúsina“ frá 1946 og Renault R4.http://www.fib.is/myndir/Laguna%20Sport%20Tourer2.jpg

Á síðustu árum hefur bílahönnun Renault verið á miklu flugi og hin nýja Renault Laguna ber því gott vitni. Þá sakar ekki að geta þess að fyrir um áratug tók yfirstjórn Renault þá góðu stefnu að gera öryggisþáttinn að meginatriði í bílahönnun og -framleiðslu sinni. Síðan þá hefur Renault og nú Renault/Nissan samsteypan komið fram með hvern fimm stjörnu bílinn á fætur öðrum í öryggislegu tilliti.

En Renault Laguna Sport Tourer, eins og skutbílsútgáfan kallast, þykir ekki bara fallegur hið ytra, heldur hlaut bíllinn einnig fyrstu verðlauná sýningunni í París fyrir hönnun innanrýmis.