Saab í breytingar á Subaru
Subaru í Evrópu hyggst bjóða upp á Legacy og Outback bíla sem keyrt geta á metangasi. Þær breytingar sem gera þarf á bílunum svo það verði mögulegt verða gerðar hjá Saab Automobile i Trollhättan í Svíþjóð. Þetta segir hinn sænski innflytjandi Subaru í Svíþjóð við sænska dagblaðið Dagens Industri.
Blaðið segir að búnaðurinn sem fóðrar vélina með gasi, sem og gasgeymarnir sé allt hannað og þróað í Svíþjóð. Búnaðurinn verði settur í bílana á sérstöku færibandi í Saab verksmiðjunni sem notað hefur verið til þess að byggja frumgerðir nýrra bíla. Frumeintök hins nýja Saab 8-5 séu síðustu bílarnir sem byggðir voru á þessu færibandi árið 2009. En auk þess að bygja frumgerðir er þessi framleiðslulína einnig notuð til ýmissa sérsmíða, eins og til að byggja sjúkrabíla, lögreglubíla, bíla fyrir fatlaða og jafnvel rafbíla.