Saga bílsins á Íslandi

The image “http://www.fib.is/myndir/Bjarkarl.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Aðstoðarmenn FÍB skipta um vél í bíl á tjaldstæði í Bjarkarlundi um 1960.
Saga bílsins á Íslandi kom út árið 2004, þegar 100 ár voru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands. Önnur öldin í íslenskri bílasögu er því gengin í garð og sagan heldur áfram. Lumar þú á sögulegu efni í máli og/eða myndum sem tengist þessum mikilvæga þætti Íslandssögu síðari tíma?
100 ára saga bílsins á Íslandi er ekki aðeins saga af bílum og samgöngum, heldur er hún samofin þróun samfélags á Íslandi á öldinni sem leið. Árið 2000 gekk Bílgreinasambandið fram fyrir skjöldu um stofnun sérstaks einkahlutafélags um söfnun heimilda og ritun sögu bílsins á Íslandi í eitt hundrað ár. FÍB gerðist strax aðili að þessu félagi sem fékk nafnið Saga bílsins á Íslandi ehf. Finnbogi Eyjólfsson, fulltrúi í Heklu hf., er formaður félagsins, en Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri BGS, er jafnframt framkvæmdastjóri Sögu bílsins á Íslandi ehf. Aðrir í stjórn voru í upphafi kjörnir Gísli Guðmundsson forstjóri B&L og Örn Sigurðsson, þáverandi formaður Fornbílaklúbbsins. Árið 2002 sagði Örn sig úr stjórn félagsins Sögu bílsins á Íslandi ehf, þar sem hann hafði fram að þeim tíma fylgst með málum af miklum áhuga, og tók sjálfur að rita bók um efnið sem út kom árið 2003, en er með öllu óviðkomandi Sögu bílsins á Íslandi ehf. Frá árinu 2002 hefur Sævar Pétursson, formaður Fornbílaklúbbsins, átt sæti í stjórn Sögu bílsins á Íslandi.
Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 kom út árið 2004 eins og stefnt var að, á aldarafmæli bílsins á Íslandi. Þar er hinum ýmsu þáttum Sögu bílsins á Íslandi í eitthundrað ár gerð ítarleg skil í máli og myndum. Höfundur bókarinnar er Sigurður Hreiðar Hreiðarsson blaðamaður, sem í áratugi hefur skrifað um bíla og tengd efni í blöð og tímarit. Þessi bók er þegar orðin sígild og er góð jólagjöf til allra þeirra sem áhuga hafa á þessum merka þætti Íslandssögunnar sem og á bílum í bráð og lengd. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Margir hafa lagt verkefninu lið með myndum eða merkilegum frásögnum. Enn eru að berast myndir og viðbótarheimildir sem eru vel þegnar, svo hægt sé að forða þeim frá glatkistunni. Þeir sem enn vilja leggja hönd á plóginn eru beðnir að hafa samband við Sigurð á tölvupóstfanginu auto@simnet.is eða í síma 566 6272.
Hér á eftir gefur að líta nokkra myndir úr bókinni frá ýmsum tímabilum fyrstu bílaaldar á Íslandi.
The image “http://www.fib.is/myndir/G-vegaskur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/G-ruta.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/G-Austin.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
The image “http://www.fib.is/myndir/G-Hudson.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/G-RangRover.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/G-VW.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nokkrar myndir frá ýmsum tímabilum í íslenskri bílasögu.