Sainz efstur í Dakar rallinu

The image “http://www.fib.is/myndir/Carlos-Sainz.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Carlos Sainz - efstur eftir fjórða áfanga.
Eftir að fjórða áfanga í Dakar rallinu er lokið er það ljóst að keppnislið Volkswagen er tekið að ógna verulega margra ára gömlu sigurveldi Mitsubishi liðsins í þessari keppni. Þrír Volkswagenliðar eru nú í efstu sætunum og er Carlos Sainz efstur, Bruno Saby er næstur og Jytta Kleinschmidth í þriðja sæti. Mitsubishi liðinn Luc Alphand er í fjórða sætinu. Hiroshi Masuoka, tvöfaldur sigurvegari Dakar rallsins náði í mark í gær eftir að hafa velt bílnum. Í gærkvöldi kom svo í ljós að bíllinn var það mikið skemmdur eftir veltuna að Masuoka varð að hætta keppni. Þetta er blóðugt fyrir Masuoka og ekki bætir það úr skák að Andreas Schulz, aðstoðarökumaður Carlos Sainz var einmitt aðstoðarökumaður og siglingafræðingur Masuoka þegar þeir sigruðu í Dakar rallinu 2003.
Eftir fimmta áfangann er staðan þessi:
1 307  SAINZ (SP)/SCHULZ (Þý) VOLKSWAGEN 09:21:18
2 301 SABY (FRA)/PERIN (FRA) VOLKSWAGEN 09:26:09
3 303 KLEINSCHMIDT (Þý)/PONS (ITA) VOLKSWAGEN     09:26:27
4 302 ALPHAND (FRA)/PICARD (FRA) MITSUBISHI 09:27:57
5 305 DE VILLIERS (S.AFR)/THORNER (SVÍ) VOLKSWAGEN 09:28:11
6 314 SCHLESSER (FRA)/BORSOTTO (FRA) SCHLES-FORD-RAID 09:30:20
7 308 AL ATTIYAH (QAT)/GUEHENNEC (FRA) BMW 09:30:23
8 309 MILLER (USA)/VON ZITZEWITZ (ÞÝ)     VOLKSWAGEN 09:31:21
9 304 ROMA (SP)/MAGNE (FRA) MITSUBISHI 09:31:42
10 315 MAGNALDI (FRA)/DEBRON (FRA) SCHLES-FORD-RAID 09:34:42
11 300 PETERHANSEL (FRA)/COTTRET (FRA) MITSUBISHI 09:39:42

The image “http://www.fib.is/myndir/Masuoka.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hiroshi Masuoka-fallinn úr keppni.