Sala á rafmagnsbílum í Noregi vex jafnt og þétt
Mikil aukning hefur verið í sölu á rafmagnsbílum um allan heim síðustu misseri og þá ekki síst í Kína þar sem salan hefur margfaldast. Í Evrópu hefur salan ennfremur aukist jafnt og þétt og sölutölur fyrstu mánuði ársins sýna að almenningur er í æ meiri mæli að snúa sér að umhverfisvænni bílum en áður.
Á sama tíma eiga bensín- og dísilbifreiðar undir högg að sækja og í því sambandi hefur sala á þeim farið verulega minnkandi í Noregi. Ekki eru mörg ár síðan að hlutdeild dísilbíla í Noregi var 75% af nýskráningum en í síðasta mánuði nam skráningin um 17% og á bensínbílum um 20%.
Af nýskráðum bílum í Noregi í mars voru 37% hreinir rafbílar og 26% tvinnbílar.Á síðasta ári seldust um eina milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum. Í ár er búist við að hátt í tvær milljónir af þessari tegund bíla muni seljast. Söluhæsta bíltegundin er Nissan Leaf.