Sama þróun í bílasölu í Noregi og á Íslandi
Sama þróun í nýskráningum fólksbíla er að eiga sér stað í Noregi og á Íslandi þegar tölur fyrstu fimm mánuði ársins eru skoðaðar. Í Noregi voru 82% allra nýrra bíla í maí endurhlaðanlegir. Aukningin í nýskráningum miðað við sömu mánuði í fyrra nemur um 33%.
Nýskráningar í Noregi fyrstu fimm mánuðu ársins eru 63.538 bifreiðar og bara í maí einum voru þær 14.063. Söluhæsti bíllinn það sem af er árinu er Toyota RAV 4, alls 4212 bílar. Volvo XC 40 sem er í öðru sæti hefur selst í 3.599 eintökum og Volkswagen ID4 kemur í þriðja sætinu með 3.458 bíla.
Breyting hefur átt sér stað hvað efstu sætin varðar því Volkswagen hefur vermt efsta sætið síðustu ár.
Í sölutölunum vekur athygli að maí mánuði einum var Ford Mustang Match-E söluhæsti bílinn. Alls seldust 1.384 eintök af þessari tegund í mánuðinum. Skoda Enyag tók stökk í maí og var í þeim mánuði þriðji söluhæsti bíllinn.