Sama þróun í bílasölu í Svíþjóð og hér á landi

Eins og fram hefur komið hefur nýskráningum fólksbifreiða hér á landi dregist saman um tæp fjörtíu af hundraði það sem af er ári samanborið við sama tíma í fyrra. Sama þróun er að eiga sér stað í Svíþjóð og víðar um Evrópu.

Sala í rafbílum í Svíþjóð það sem af er þessu ári hefur minnkað talsvert en á sama tíma er staðan á tengiltvinnbílum mun bjartari. Hlutirnir halda áfram að ganga hægt á sænska bílamarkaðnum. Nýskráningum fækkaði um tólf prósent í maí miðað við sama mánuð í fyrra og það sem af er ári nemur fækkunin fimm prósentum að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Hleðslubílar eru nú tæplega 54 prósent af nýskráningum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Hins vegar hefur markaðshlutdeild rafbíla lækkað úr 41% í 30% á einu ári.

Mörg bílamerki hafa þurft að sjá nýskráningu lækka á árinu, þar á meðal Tesla sem hefur lækkað um rúm 18% En fyrir Volvo er staðan allt önnur en þar fjölgar nýskráningum um 17%.

Á þessu ári hafa 4.756 nýir bílar verið skráðir á götuna á Íslandi en þeir voru 7.070 á seinasta ári samkvæmt nýjustu tölum Bílgreinasambandsins.