Samdráttur í bílasölu á Norðurlöndunum
Það er ekki bara samdráttur í bílasölu á Íslandi um þessar mundir. Þegar rýnt er í sölu nýrra bíla í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hefur bílasala dregist mikið saman á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Í marsmánuði voru nýskráningar í Noregi alls 9.750 og er um ræða helmingsminnkun miðað við sama mánuð í fyrra. Í mars í fyrra seldust rúmlega 19 þúsund fólksbílar. Bílasala í Svíþjóð drógst saman um 20% á fyrsta ársfjórðungi ársins og minnst í Danmörku, eða um 6%. Erfiðum tíma í efnahagslífinu er kennt um og sér bílaiðnaðurinn í þessum löndum fram á erfiða tíma á næstunni.
Samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða á fyrsta ársfjórðungi hér á landi nam rúmum 60%. Skráðir voru 1.386 nýir fólksbílar í samaburði við 3.500 bíla á sama tímabili á síðasta ári.
Við erum í efnahagskreppu
,,Það er athyglisvert að sala nýrra bíla hefur dregist saman um alla Skandinavíu. Bæði í mars og á fyrsta ársfjórðungi samanlagt. Það sýnir að við erum öll í ákveðni efnahagskreppu," segir Øyvind Solberg Thorsen upplýsingafulltrúi norsku samgöngustofunnar.
Øyvind Solberg segir að lækkunin sé minnst í Danmörku sem gæti tengst því að danska krónan er mun sterkari en sú norska og sænska. Sem dæmi er það eftirsóknarverðara að kaupa rafbíl þar í landi. Rafbílar í Danmörku náðu 42% hlutdeild í mars, sem er greinileg aukning, og sýnir að rafbílar eru að verða allsráðandi í skráningartölfræðinni í Danmörku.
Í Svíþjóð vísa örvarnar í gagnstæða átt. Þar lækkaði hlutfall rafbíla úr 42 prósentum í mars í fyrra, í 36 prósent í mars á þessu ári. Þetta þýðir að tvinnbílar, tengitvinnbílar og hreinir bensín- og dísilbílar eru samanlagt með meira hlutfall nýrra sænskra fólksbíla í mars
Mestu breytingarnar í jákvæða átt er að finna í Danmörku þar sem hlutfall rafbíla jókst úr 29,8 prósentum á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í 41,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í Svíþjóð lækkaði hlutfall nýrra rafbíla úr 36,4 prósentum árið 2023 í 31,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Í marsmánuði var Tesla Model Y söluhæsta bílamerkið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.