Bílasala hefur dregist saman um 60%
Nú liggja sölutölur fyrir á nýskráningum fólksbíla fyrstu þrjá mánuði ársins hjá Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn í ár nemur rúmum 60% í samanburði við tölur yfir sama tímabil á síðasta ári. Nú voru skráðir 1.386 nýir fólksbílar frá áramótum og út mars, en 3.500 nýir fólksbílar seldust fyrstu þrjá mánuði ársins 2023.
Þegar mars mánuður er einn skoðaður eru nýskráningar fólksbíla hjá einstaklingum 234 en voru 767 í mars í fyrra. Það er samdráttur upp á nærri 70 prósent. Samdráttur í nýskráningu fólksbíla hjá bílaleigum er svo nærri 76 prósent í mars. 205 voru skráðir í nýliðnum mánuði, en þeir voru 849 í fyrra. Þeir hafa ekki verið færri síðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst, með tilheyrandi fækkun ferðamanna. Samdráttur hjá bílaleigum fyrstu þrjá mánuði ársins nemur nærri 70 prósentum miðað við sama tíma í fyrra.
Þegar hlutfall einstakra orkuflokka í nýskráningunni eru skoðað eru rafmagnsbílar sem fyrr í efsta sætinu. Nærri 29% skráðra fólksbíla í mars voru rafbílar, en það dregur jafnframt mest úr skráningum þeirra milli ára. Ef litið er til mars í fyrra nemur samdrátturinn nærri 84%, sem gæti tengst því að um áramót féll niður ívilnun vegna kaupa á rafbílum en hægt að fá styrk í staðinn.
Bílgreinasambandið tiltekur skráningu bíla eftir orkugjöfum. Hlutfall rafbíla er enn hæst, nærri 29 prósent skráðra fólksbíla í mars voru rafbílar, en það dregur jafnframt mest úr skráningum þeirra milli ára. Ef litið er til mars í fyrra nemur samdrátturinn nærri 84 prósentum, sem gæti tengst því að um áramót féll niður ívilnun vegna kaupa á rafbílum en hægt að fá styrk í staðinn.
Díselknúnir fólksbílar koma næstir af skráningum nýrra bíla í mars, ríflega 26 prósent, og 22 prósent skráðra voru tengiltvinnbílar. Hlutfall Toyota er mest eins og reyndin hefur verið síðustu mánuði. Nýskráningar í Toyota fyrstu þrjá mánuðina eru 220 bifreiðar sem eru tæp 16% á markaðnum. 140 bílar eru Dacia og í þriðja sæti er Kia með 112 bíla.