Samdráttur í nýskráningum heldur áfram
Það sem af er þessu ári er samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða um 52,4%. Nýskráningar eru núna orðnar alls 730 bifreiðar en voru á sama tímabili í fyrra 1535. Í febrúar einum eru þær alls 273 en voru í sama mánuði í fyrra 802. Bifreiðar til almennra notkunar eru alls 77,9% og rúm 20% til ökutækjaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Tl þessa á árinu eru flestar nýskráningar í rafmagnsbílum, alls 242. Næst flestar í tengiltvinnbílum, 155, og í þriðja sæti koma 147 hybridbílar. Nýskráningar í dísilbílum það sem af er árinu eru alls 121 bifreiðar.
Toyota er söluhæsta bílamerkið með 134 bíla sem er um 18,36% hlutfall á markaðanum. Dacia er í öðru sæti með 69 bíla og Land Rover í þriðja sætinu með 58 bíla.