Samdráttur í nýskráningum um 3,8% það sem af er árinu
Það sem af er árinu eru nýskráningar alls 2.632. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 2.736 og er samdrátturinn því 3,8%. Þetta er ef till vísbending um að bílasala sé smám saman að rétta úr kútnum af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu.
Flestar nýskráningar í bílategundum er í Kia, alls 386 og í Toyota 365. Þessar bílategundir skera sig nokkuð úr. Volkswagen er í þriðja sætinu með 157 bíla, og í sætunum þar á eftir koma Mitsubishi, 150, Nissan 148, og Hyundai 143.
Nýskráningar til almennra notkunar eru 81,3% og til bílaleiga 18%. Hlutdeild tengiltvinnbíla er um 26,2%, rafmagnsbíla 24,1%, bensínbíla 17,7%, dísil 16,7% og hybrid 15,3%