Samningar í höfn í útblásturs hneykslinu í Þýskalandi
Samningar eru loksins í höfn á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen, þýsku neytendasamtakanna og ADAC systursamtaka FÍB í þýskalandi í hinu svokallaða dísilsvindli sem upp komst á sínum tíma. Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra, um 130 milljarða, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu.
Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum. Bæturnar eru á bilinu 250 þúsund upp í eina milljóna króna á hvern bíl. Þar ræður tegund og árgerð bílsins. Áður hafði náðst sátt við eigendur bíla frá fyrirtækinu í Kanada, Bandaríkjunum og Ástrálíu.
Samingaviræður á milli aðila hafa staðið yfir um langa hríð og á ýmsu hefur gengið. Um áramótin settust aðilar niður til að leita ráða sem gæti að lokum leitt til niðurstöðu. Ef það hefði ekki tekist hefði málinu verið skotið til héraðsdómstólsins í Braunschweig. Það var Volkswagen í mun að ljúkja þessu máli og ná sáttum við neytendur sem nú hefur orðið raunin.
Eins og frægt varð á sínum tíma beið Volkswagen mikla álitshnekki í september 2015 eftir að upp komst að þessi annar tveggja stærstu bílaframleiðenda heims hafði komið fyrir hugbúnaði í tölvukerfi nokkurra sinna vinsælustu dísilknúnu bílgerða – búnaði sem fegraði stórlega mengunarmæliniðurstöður bílann
Komið var fyrir hugbúnaði eða forrití í tölvum bílanna sem skynjar það þegar byrjað er að mengunarmæla þá. Búnaðurinn gangsetur þá hreinsibúnaðinn í útblásturskerfi bílsins sem annars er lítt eða ekki virkur í venjulegri daglegri notkun hans.
Þetta þýddi að mengunarmælingin sýndi mjög fegraða mynd af losun NOx sambanda og sótagna sem eru krabbameinsvaldar. Þær mengunartölur sem svona fengust og voru skráðar í gerðarviðurkenningarskjöl bílanna eru því hrein og bein fölsun.