Samningaviðræður Volkswagen og verkalýðsfélaga í hnút

Starfsmenn efndu til tímabundinnar verkfallsaðgerðar við verksmiðju Volkswagen í Zwickau, Þýskalandi…
Starfsmenn efndu til tímabundinnar verkfallsaðgerðar við verksmiðju Volkswagen í Zwickau, Þýskalandi, þann 2. desember.

Viðræður forsvarsmanna þýska bílaframleiðandans Volkswagen við verkalýðsfélög þar í landi ganga hægt og virðast komnar í ákveðinn hnút. Eins og komið hefur fram í fréttum hugðist Volkswagen loka að minnsta kosti þremur verksmiðjum sínum í Þýskalandi.

Þessi ráðstöfun hefði það í för með sér að tugþúsundum starfsmanna yrði sagt upp störfum. Afkastageta verksmiðja sem eftir verða í stærsta hagkerfi Evrópu verður minnkuð til muna. Þetta er mun víðtækari endurskipulagningu en búist var við. Nú virðist alveg ljóst að viðræður aðila málsins munu dragast fram á nýja árið.

Stjórnendur Volkswagen hófu fimmtu umferð viðræðna við hið valdamikla IG Metall stéttarfélag í vikunni. Aðilar eru enn í pattstöðu varðandi hvernig eigi að skera niður kostnað hjá VW vörumerkinu til að gera það samkeppnishæfara.

,,Við erum mjög langt frá því að geta samræmt ólík sjónarmið," sagði Thorsten Gröger, aðalsamningamaður verkafólks. Starfsmenn efndu til tímabundinnar verkfallsaðgerðar við verksmiðju Volkswagen í Zwickau, Þýskalandi, þann 2. desember.

Þessi flókna endurskipulagning hefur þegar kastað skugga á fjárfestingaráætlanir Volkswagen, sem neyðir stærsta eiganda fyrirtækisins til að vara við mögulegri virðisrýrnun upp á allt að 20 milljarða evra (21 milljarð dollara). Hlutabréf Volkswagen lækkuðu um 2% á mánudag og hafa lækkað um 23% á árinu.

Báðir aðilar stefndu að samkomulagi fyrir jól, en hafa enn ekki brúað djúpan ágreining varðandi mögulegar uppsagnir og fordæmalausar verksmiðjulokanir í Þýskalandi. Volkswagen er að glíma við minnkandi eftirspurn eftir rafbílum í Evrópu og aukna samkeppni í Kína frá innlendum framleiðendum undir forystu BYD.

Tveggja daga samningaviðræður eru fyrirhugaðar, en ef þær skila ekki árangri, er stjórn IG Metall tilbúin að efna til atkvæðagreiðslu í lok vikunnar til að ryðja brautina fyrir 24 klukkustunda verkföll í VW verksmiðjum í janúar.

Tugþúsundir VW starfsmanna efndu til viðvörunarverkfalla tvisvar í þessum mánuði eftir að stjórnendur höfnuðu tillögu stéttarfélagsins sem fól í sér lækkun arðgreiðslna og niðurskurð á sumum bónusgreiðslum.