Samsung gefur í
Samsung SM5
Samsung fyrirtækið í S. Kóreu er í eigu Renault í Frakklandi. Fyrirtækið er mjög öflugt í framleiðslu á hverskonar rafeindatækjum og er stærsti framleiðandi í heiminum á flatskjám. Hitt vita færri í okkar heimshluta að Samsung framleiðir líka bíla og sú framleiðslugrein fyrirtækisins gengur svo vel að ráða þarf í hvelli þúsund manns til starfa í bílaverksmiðju Samsung. Þetta gerist á sama tíma og margir aðrir bílaframleiðendur eru að draga saman seglin.
Það er einkum stóri fólksbíllinn, Samsung SM5 sem er ástæða þess að fjölga þarf í bílaverksmiðju Samsung til að anna eftirspurn. Auka á framleiðsluna á SM5 um 26% miðað við árið í fyrra og verða 150 þúsund bílar byggðir. Samsung bílar eru góð söluvara í heimalandinu Kóreu og annarsstaðar í Asíu. Þeir hafa ekki verið á Evrópumarkaði til þessa, en áætlanir eru uppi um að vinna markaði fyrir Samsung bíla utan Asíu.