Seat færir út kvíarnar

http://www.fib.is/myndir/VW_mini_.jpg
Nýr Seat/VW/Skoda smábíll með vélina afturí.

Seat á Spáni sem er dótturfyrirtæki Volkswagen, ráðgerir nú að auka bílaframleiðslu sína úr hálfri milljón í 800 þúsund bíla á ári. Til að ná því hefur Eric Schmitt, forstjóri Seat tilkynnt að ráðgerðar séu tvær nýjar bílgerðir til að ná til nýrra kaupendahópa, annarsvegar nýjan ódýran smábíl sem kosta myndi hér á landi undir einni milljón króna og hinsvegar lítinn jeppling sem byggður verður á sömu grunnplötu og nýju jepplingarnir Skoda Yeti og VW Tiguan. Dökki bíllinn á myndinni tv. er Tiguan en sá græni er Skoda Yeti.
http://www.fib.is/myndir/VW-Tiguan.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Skoda_Yeti.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Í raun er um þrjár nýjar gerðir að ræða því að ekki er langt um liðið síðan Setaforstjórinn tilkynnti um nýjan stóran Seat fólksbíl sem byggður verður á sömu grunnplötu og tækni og Volkswagen Passat. Sá bíll kemur á markað 2009. Frumgerð hans verður kynnt á bílasýningunni í Frankfurt í september nk. undir nafninu Bolero.

En bæði nýi ódýri smábíllinn og jepplingurinn verða þó ekkert einkamál Seat því að báðir verða einnig í boði sem bæði Volkswagen og Skoda. Smábíllinn verður byggður á nýrri grunnplötu og hið byltingarkennda við hann verður það að honum mun svipa til gömlu VW bjöllunnar að því leyti að vélin verður afturí. Það hefur nefnilega sýnt sig að með því að hafa vél, gírkassa og drif aftur í bílnum er hægt að ná framleiðslukostnaðinum verulega niður og markmiðið er jú að bíllinn fari ekki yfir sem svarar einni milljón ísl. kr. í verði. En þetta byggingarlag skapar líka betri færi fyrir hönnuði á því að hanna smábíl sem þrátt fyrir smæð sína (ca. 3,6 m að lengd) er vel rúmgóður hið innra. Raunar verða þeir VW/Seat ekki fyrstir með byggingarlag sem þetta því að Mitsubishi er þegar komið með MMC I á markað í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum Auto Motor & Sport verður nýi Seat/WW smábíllinn róttæk nýjung að ýmsu leyti. Volkswagen mun koma með hann á markað í árslok 2010. Hann verður byggður í Brasilíu og mun taka við sem minnsti VW bíllinn í Evrópu þegar sölu á Fox verður hætt. Seat og Skoda ráðgera að vera með hvor sína útgáfuna af þessum nýja smábíl og verða fyrri til en Volkswagen með hann í Evrópu. Þeir áætla að framleiða bílinn í einni og sömu verksmiðjunni, svipað og gert er með Toyota Aygo/Peugeot 107/Citroen C1 í Tékklandi. Áætlað er að framleidd verði um 300 þúsund eintök af Seat/Skoda á ári sem er svipað og framleiðslan á fyrrnefndum þrennubíl.

Nýi Seat fólksvagninn verður fáanlegur með þriggja strokka bensínvél eða 1,4 l dísilvél.