Sérhagsmunaleg mótmæli gegn olíugjaldslögunum
09.05.2005
Þegar þetta er ritað eru bílamenn úr Ferðaklúbbnum 4x4, Félagi hópferðaleyfishafa, Frama – stéttarfélagi leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélaginu Átaki að leggja upp í hópakstur úr Holtagörðum í Reykjavík að Alþingishúsinu þar sem afhent verður mótmælaskjal gegn breytingunni úr þungaskatti á dísilbíla í olíugjald á dísilolíu fyrir bifreiðar.
Í mótmælaskjalinu sem afhent verður við Alþingishúsið er þess krafist að dísilolíulítrinn verði minnst 20 krónum ódýrari en bensínlítrinn eftir að olíugjaldslögin taka gildi 1. júlí nk. Í skjalinu er einnig fullyrt að með breytingunni 1. júlí sé vegið harkalega að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem keyra dísilbifreiðar mikið muni stóraukast. Það sé með öllu óásættanlegt og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar.
FÍB hefur stutt breytinguna heils hugar vegna innbyggðrar ósanngirni hins gamla og úrelta þungaskattskerfis sem mótmælendur í Ferðaklúbbnum 4x4, Félagi hópferðaleyfishafa, Frama – stéttarfélagi leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélaginu Átaki vilja nú viðhalda. Sú ósanngirni er í stuttu máli þannig að sá sem á dísilfólksbíl, t.d. stóran jeppa og ekur yfir 17-20 þ. km á ári, tekur engan þátt í kostnaði við vegina sem hann ekur á umfram þessa 17-20 þ. km. Þungaskatturinn er í rauninni sú leiga sem eigendur dísilbílanna hafa greitt fyrir afnot af vegakerfinu og á stórum jeppa dugar hún upp í þetta 17-20 þúsund km akstur. Allt sem ekið er umfram það er einfaldlega frítt vegna þess að engin veggjöld eru lögð á olíuna í þungaskattskerfinu, eins og gert er við bensínið. Við hjá FÍB getum svosem skilið að menn vilji áfram geta keyrt frítt á vegunum og látið aðra, þ.e. eigendur bensínknúinna fólksbíla, borga fyrir þá, en hversu stórmannlegt þetta viðhorf er skal ósagt látið.
Við hjá FÍB getum út af fyrir sig tekið undir það með mótmælendum að dísilolían verði ódýrari en við furðum okkur á því að mennirnir skuli ekki skilja það að meginmarkmið breytingarinnar er að koma á jafnræði milli eigenda dísilknúinna fólksbíla og bensínknúinna. Það vilja þeir greinilega ekki. Þessvegna minnast þeir ekkert á að bensínið ætti líka að lækka. Við getum almennt séð verið sammála mótmælendum um það að eldsneytið fyrir bílana okkar sé of dýrt og megi að ósekju lækka. Það er allt annað mál og það mál er greinilega ekki á dagskrá Ferðafélagsins 4x4, Landsambands sendibílstjóra, Frama, félags leigubílstjóra, Félags hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagsins Átaks.
En fyrir munn hverra skyldu þeir sem sömdu texta mótmælaskjalsins tala þegar þeir segja að með breytingunni 1. júlí sé vegið harkalega að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem keyra díselbifreiðar mikið muni stóraukast? Eru þeir að tala fyrir munn þess mikla fjölda leigubílstjóra sem kýs að sinna starfi sínu á bensínknúnum fólksbílum? Eru þeir að tala fyrir munn þeirra félagsmanna í Ferðaklúbbnum 4x4 sem eiga bensínjeppa? Varla!
Í mótmælaskjalinu sem afhent verður við Alþingishúsið er þess krafist að dísilolíulítrinn verði minnst 20 krónum ódýrari en bensínlítrinn eftir að olíugjaldslögin taka gildi 1. júlí nk. Í skjalinu er einnig fullyrt að með breytingunni 1. júlí sé vegið harkalega að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem keyra dísilbifreiðar mikið muni stóraukast. Það sé með öllu óásættanlegt og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar.
FÍB hefur stutt breytinguna heils hugar vegna innbyggðrar ósanngirni hins gamla og úrelta þungaskattskerfis sem mótmælendur í Ferðaklúbbnum 4x4, Félagi hópferðaleyfishafa, Frama – stéttarfélagi leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélaginu Átaki vilja nú viðhalda. Sú ósanngirni er í stuttu máli þannig að sá sem á dísilfólksbíl, t.d. stóran jeppa og ekur yfir 17-20 þ. km á ári, tekur engan þátt í kostnaði við vegina sem hann ekur á umfram þessa 17-20 þ. km. Þungaskatturinn er í rauninni sú leiga sem eigendur dísilbílanna hafa greitt fyrir afnot af vegakerfinu og á stórum jeppa dugar hún upp í þetta 17-20 þúsund km akstur. Allt sem ekið er umfram það er einfaldlega frítt vegna þess að engin veggjöld eru lögð á olíuna í þungaskattskerfinu, eins og gert er við bensínið. Við hjá FÍB getum svosem skilið að menn vilji áfram geta keyrt frítt á vegunum og látið aðra, þ.e. eigendur bensínknúinna fólksbíla, borga fyrir þá, en hversu stórmannlegt þetta viðhorf er skal ósagt látið.
Við hjá FÍB getum út af fyrir sig tekið undir það með mótmælendum að dísilolían verði ódýrari en við furðum okkur á því að mennirnir skuli ekki skilja það að meginmarkmið breytingarinnar er að koma á jafnræði milli eigenda dísilknúinna fólksbíla og bensínknúinna. Það vilja þeir greinilega ekki. Þessvegna minnast þeir ekkert á að bensínið ætti líka að lækka. Við getum almennt séð verið sammála mótmælendum um það að eldsneytið fyrir bílana okkar sé of dýrt og megi að ósekju lækka. Það er allt annað mál og það mál er greinilega ekki á dagskrá Ferðafélagsins 4x4, Landsambands sendibílstjóra, Frama, félags leigubílstjóra, Félags hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagsins Átaks.
En fyrir munn hverra skyldu þeir sem sömdu texta mótmælaskjalsins tala þegar þeir segja að með breytingunni 1. júlí sé vegið harkalega að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem keyra díselbifreiðar mikið muni stóraukast? Eru þeir að tala fyrir munn þess mikla fjölda leigubílstjóra sem kýs að sinna starfi sínu á bensínknúnum fólksbílum? Eru þeir að tala fyrir munn þeirra félagsmanna í Ferðaklúbbnum 4x4 sem eiga bensínjeppa? Varla!