Sjö bílar í úrslit í vali á bíl ársins 2021 í Evrópu
Kjör á bíl ársins 2021 í Evrópu verður kunngert 1. mars. Í upphafi ferilsins komu 29 bílar til greina í kjörinu. Nú hafa 60 blaðamenn frá 23 Evrópulöndum skilað inn sjö tilnefningum um þá sjö bíla sem koma endanlega um að berjast hver sé bíll ársins að þessu sinni.
Bílarnir sjö eru Citroën C4, Cupra Formentor, Fiat New 500, Land Rover Defender, Skoda Octavia, Toyota Yaris og Volkswagen ID.3
Allir sjö úrslitabílarnir hafa verið prófaðir og þeim reynsluekið í öllum þeim útfærslum sem þeir fást í. Þær prófanir fóru fram á lokuðu og nutu blaðamennirnir aðstoðar fjölmargra bílasérfræðinga frá framleiðendum bílanna við það verk.
Þess má geta Peugeot 208 fékk afgerandi flest stig í kjöri evrópskra bílablaðamanna á bíl ársins 2020. Hann fékk 281 stig á meðan Tesla Model 3 fékk 242.