Sjö bílar í úrslitum
Bíll ársins í Evrópu 2009 verður útnefndur næstkomandi miðvikudag, þann 19. nóvember. Sjö bílar eru í lokavalinu. Þeir eru Alfa MiTo, Citroën C5, Ford Fiesta, Opel Insignia, Renault Mégane, Skoda Superb og VW Golf VI.
Nokkur spenningur er um málið meðal evrópskra bílaáhugamanna og veðmál eru í gangi um væntanlegan sigurvegara. En eins og danski teiknarinn og húmoristinn Storm Pedersen sagði þá er alltaf mjög erfitt að spá, sérstaklega þó um framtíðina og spádómar veðbanka um bæði bíl ársins og sigurlagið í Eurovision hafa oft sýnt sig vera rækilega á skjön við úrslitin þegar þau loks komu. Hjá veðbankanum Betsson er mest veðjað á að Citroën C5 verði sigurvegari. Veðhlutfallið stendur þegar þetta er ritað í þremur á móti einum.
Það var Fiat 500 sem sigraði í fyrra með miklum yfirburðum og í ár er ekki búist við jafn afgerandi úrslitum hjá dómnefndinni sem í sitja 59 bílablaðamenn frá 23 Evrópulöndum – enginn þeirra er frá Íslandi. Hver nefndarmaður hefur 25 stig sem honum ber að deila út á a.m.k. fimm bíla, þó ekki fleiri en 10 stigum á einn einstakan bíl.
Úrslitabílarnir sem taldir eru upp hér að framan, voru valdir úr alls 38 nýjum bílum sem upphaflega voru tilnefndir. Þeir voru þessir:
Alfa Romeo MiTo
Audi A4
Audi Q5
BMW X6
BMW series 7
Chevrolet HHR
Chrysler Grand Voyager
Citroën Berlingo / Peugeot Partner
Citroën C5
Dacia Sandero
Dodge Journey
Fiat Linea
Ford Fiesta
Ford Kuga
Honda Accord
Honda Jazz
Hyundai H1
Hyundai i10
Hyundai i20
Hyundai i55
Jaguar XF
Jeep Cherokee
Lancia Delta
Mazda6
Mercedes-Benz GLK
Mitsubishi Lancer
Opel Agila / Suzuki Splash
Opel Insignia
Renault Kangoo
Renault Koleos
Renault Mégane
Seat Ibiza
Skoda Superb
Subaru Forester
Toyota Land Cruiser 200
Volkswagen Golf
Volkswagen Scirocco
Volvo XC60