Skattheimta upp á allt að 60 þúsund milljónir á ekki að fá flýtimeðferð
Ákvörðun sem felur í sér nýja skattheimtu upp á allt að 60.000 milljónir króna þarf því að vanda gríðarlega. Hún á ekki að fá flýtimeðferð. Hver er t.d. vilji Íslendinga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferðinni. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í aðsendri grein um fyrirhuguð Veggjöld sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, MA í stjórnmálafræði, skrifar og birtist í Kjarnanum um helgina.
Í grein Gunnars Hólmsteins segir ennfremur ástand margra vega hefur lengi verið mjög slæmt og nú finnst (ráða)mönnum kominn tími til þess að bæta úr því. Þess vegna hafa menn fengið þá hugmynd að leggja á veggjöld, til þess að fjármagna það sem er kallað ,,innviðauppbygging“ og er þá yfirleitt verið að tala um vegi og samgöngumannvirki.
Fram kemur í greininni að hér séu um stórar upphæðir á ferðinni og hefur Jón Gunnarsson, fyrrum samgönguráðherra og nú sérstakur talsmaður Samgönguáætlunar nefnt töluna 60 milljarða í þessu samhengi. Sextíu þúsund milljónir!
Til samanburðar voru tekjur ríkisins af eldsneyti og bifreiðagjöldum árið 2016 um 44 milljarðar en framlag ríkisins til Vegagerðarinnar var hins vegar einungis um 25 milljarðar (um 57% af þessum peningum). Hvað er gert við hin 43 prósentin? Væri ekki hægt að nota meira af þessu fé í innviði.
Grein Gunnars Hólmsteins í Kjarnanum má í heild sinni nálgast hér.