SKF legur í Audi bíla
Sænska kúlulegufyrirtækið SKF hefur gert sölusamninga við Audi um legur og aðra hluti í Audi bíla. Dagblaðið Dagens Industri segir að samningurinn sé upp á um 19 milljarða ísl. kr.
Samningarnir snúast aðallega um hjólalegur í fjórar gerðir Audi fólksbíla og kúlulegur í DSG gírkassa. DSG gírkassar eru í grunninn hefðbundnir gírkassar en með tveimur kúplingum og skipta sjálfvirkt milli gíra bæði upp og niður.
SKF byrjar að afhenda Audi legur frá kúluleguverksmiðju sinni á Spáni í byrjun næsta árs en samningarnir eru til sjö og níu ára, eftir því um hvers konar legur er að ræða.