Skoda Citigo Rally
Árleg samkoma evrópskra áhugamanna um GTI bíla við Wörthersee vatnið í Austurríki verður haldin um komandi helgi (16.-19. maí) og búist er við tugum þúsunda gesta að vanda.
Volkswagen samsteypan hefur alla tíð notað þessa samkomu til þess að kynna ný aflmikil afbrigði bíla sinna (Audi, Volkswagen, Seat og Skoda) og kanna viðbrögð almennings við þeim. Og um helgina sýnir Skoda í fyrsta sinn rallbíl sem byggður hefur verið á grunni nýja smábílsins Skoda Citigo, systurbíls nýja smábílsins Volkswagen up! Citigo Rally heitir farartækið og bílaáhugamenn gæla við þá hugmynd að Citigo Rally sé einskonar undanfari sérstakrar GTI útgáfu af Citigo, svipað og Golf GTI o.fl.
Á Wörthersee-bílahátíðinni í hitteðfyrra var Skoda áberandi með frumgerðir hinna öflugu Skoda Octavia RS+ og Fabia RS+. Í fyrra gaf svo að lítat í fyrsta sinn VW Golf GTI Cabriolet og Golf R Cabriolet ásamt Audi A1 Clubsport Quattro.