Skoda Fabia fær Gullna stýrið í flokki smábíla

http://www.fib.is/myndir/SkodaFabia-litil.jpg

Þýska stórblaðið Bild am Sonntag hefur úthlutað Gullna stýrinu í 32. sinn. Gullna stýrið er viðurkenning til þess eða þeirra nýju bíla sem blaðamönnum blaðsins og annarra blaða og tímarita Springer forlagsins telja að hafi skarað fram úr á árinu.

Gullna stýrið í flokki smábíla hlýtur Skoda Fabia og jeppi/jepplingur ársins hjá blöðunum er Volkswagen Tiguan. Fólksbíll ársins af minni millistærð er Peugeot 308, fólksbíll ársins í flokki stærri fólksbíla er Audi A4, sportbíll ársins er Mercedes SLR McLaren Roadster og húsbíll ársins er Dethleff Esprit.  

Miðað við almennan áhuga í Evrópu fyrir Fiat 500 smábílnum kemur valið á Skoda Fabia á óvart. Fiatinn lenti hins vegar í öðru sæti og Mazda 3 – bíll ársins í Danmörku - í því þriðja