Skoda stefnir á að koma rafmagnsbíl á markað innan þriggja ára
Systurfyrirtæki Skoda, Audi og Volkswagen hafa fyrir þó nokkuð síðan hafið framleiðslu á rafmagnsbílum en á sama tíma hefur Skoda ekki lagt mikinn þunga á það vegna þess að framleiðslan á þeim hefur verið of kostnaðarsöm.
Nú er hins vegar að verða breyting í þessum efnum en rafmagnsbíllinn sem nú er unnið að frá Skoda er nefndur Vision E en hann hefur ekki fengið nafn ennþá. Þessi bíl verður mótsvar Skoda við Telsu Model X en stefnan verður að hafa hann ódýrari.
Skoda verksmiðjurnar stefna að því að fyrsti rafmagnsbíllinn, sem verður ekki undir 300 hestölfum, verði kominn á markað 2020 ef allar áætlanir ganga eftir.
Ekki hefur enn verið gefið út hvað Vison E hefur langt drægi en stefnan er að það verði ekki minna en það sem Model X býður upp á sem eru rúmir 400 km. Markmiðið er að hafa gott rými í bílnum sem Octavia og Superb hlaðbakinn bjóða upp á. Allt er þetta á teikniborðinu ennþá.
Nafnið á bílinn er ekki komið ennþá en líklegt þykir samt að hann fái nafnið Aratan. Skoda hefur í það minnsta fengið einkarétt að þessu nafni.
Skoda hefur stór markmið í rafbílaframleiðslu sinni og segir Bernhard Maier, forstjóri Skoda, að fyrir 2025 verði fimm tegundir af Skodarafbílum komnir í sölu.