Smábíllinn Renault 5 bíll ársins í Evrópu
Smábíllinn Renault 5 var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2025. En auk Renault 5 er sportúgáfa bifreiðarinnar, Alpine A290, einnig handhafi þessa eftirsótta titils. Þetta var kunngert á alþjóðlegu bílasýningunni í Brussel og voru það yfir 60 evrópskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu.
Renault 5 sigraði í úrslitum sex aðra keppinauta, Alfa Romeo Junior, Citroën C3-ëC3, Cupra Terramar, Dacia Duster, Hyundai Inster og Kia EV3. Keppnin í ár var harðari en nokkru sinni fyrr, þar sem allir úrslitabílarnir voru með rafmagnseiginleika, flestir þeirra 100% rafknúnir.
Renault 5 fékk flest atkvæði með 353 stig og sigraði Kia EV3 sem fékk 291 stig, fylgt eftir af Citroën C3-ëC3 með 215 stig. Fjórða sætið hlaut óvænt Hyundai Inster (172 stig), fimmta sætið, aðeins fjórum stigum á eftir, fékk Dacia Duster (168 stig), sjötta sætið Cupra Terramar (165 stig) og sjöunda sætið Alfa Romeo Junior með 136 stig.
Með þessum sigri tekur Renault 5 við af bróður sínum, Renault Scenic, sem vann efstu verðlaun álfunnar í fyrra. Sören Rasmussen, forseti dómnefndar, var athafnastjóri ásamt breska dómaranum Vicky Parrott.
Þetta er í annað skipti á 62 ára sögu kjörsins að sama merkið vinnur tvö ár í röð. Það gerðist árin 1995 og 1996 með Fiat Punto og Fiat Bravo. Síðan hefur þetta aldrei gerst.
Í fréttatilkynningu frá BL kemur fram að Renault 5 verði frumsýndur á Íslandi í sumar.