Söluhæsti bíll heimsins 2016 - Toyota Corolla
Toyota Corolla er lang vinsælasta bílategundin í heiminum þessi árin. Síðasta ár seldust rúmlega 1,3 milljón Corollur. Það þýðir að sérhvern dag ársins að frí- og helgidögum meðtöldum, tóku að meðaltali 3.597 kaupendur við nýjum Corolla bílum.
Enginn annar bíll kemst með tærnar nálægt hælum Corollunnar í sölu, enda þótt 3,6 prósenta samdráttur hafi orðið í sölu hennar í heiminum milli áranna 2015 – 2016. Þetta og margt fleira má m.a. lesa í tölugögnum Focus2move um bílaframleiðslu og -sölu í heiminum öllum sem og í einstökum ríkjum.
Enn athyglisverðara er að næst mest seldi bíll heimsins 2016 er eiginlega vörubíll með svipaða burðargetu og einn algengasti vörubíllinn á Íslandi fyrstu 10-20 eftirstríðsárin - Ford 1942-1948. Það er pallbíllinn Ford F.
Ford F er ekki bara vinsælasti pallbíll Bandaríkjanna auðvitað og líka alls heimsins, heldur er hann einfaldlega sá næst vinsælasti, óháð tegund og gerð og hefur ýtt Volkswagen Golf úr öðru sætinu niður í það þriðja á heimslistanum. Að vísu er munurinn, F-Fordinum í hag, ekki mikill – einungis 2.365 bílar. Þetta skýrist af því að milli áranna 2015-2016 dróst heimssalan á VW Golf saman um 6,2 prósent en heimssalan á Ford F jókst um 7,6 prósent.
Söluhæstu bílar heims 2016 |
|
1 Toyota Corolla |
1.316.000 |
2. Ford F-serie |
994.000 |
3. VW Golf |
991.000 |
4. Hyundai Elantra |
788.000 |
5. Honda CR-V |
752.000 |
6. Ford Focus |
735.000 |
7. Toyota RAV4 |
724.000 |
8. VW Polo |
704.000 |
9. Honda Civic |
669.000 |
10. Toyota Camry |
661.000 |
11. Wuling Hong Guang |
650.000 |
12. Chevrolet Silverado |
642.000 |
13. Hyundai Tucson |
638.000 |
14. VW Jetta |
613.000 |
15. Haval H6 |
581.000 |