Söluhæsti bíll heimsins 2016 - Toyota Corolla

Toyota Corolla er lang vinsælasta bílategundin í heiminum þessi árin. Síðasta ár seldust rúmlega 1,3 milljón Corollur. Það þýðir að sérhvern dag ársins að frí- og helgidögum meðtöldum, tóku að meðaltali 3.597 kaupendur við nýjum Corolla bílum.

Enginn annar bíll kemst með tærnar nálægt hælum Corollunnar í sölu, enda þótt 3,6 prósenta samdráttur hafi orðið í sölu hennar í heiminum milli áranna 2015 – 2016. Þetta og margt fleira má m.a. lesa í tölugögnum Focus2move um bílaframleiðslu og -sölu í heiminum öllum sem og í einstökum ríkjum.

Enn athyglisverðara er að næst mest seldi bíll heimsins 2016 er eiginlega vörubíll með svipaða burðargetu og einn algengasti vörubíllinn á Íslandi fyrstu 10-20 eftirstríðsárin - Ford 1942-1948. Það er pallbíllinn Ford F.

Ford F er ekki bara vinsælasti pallbíll Bandaríkjanna auðvitað og líka alls heimsins, heldur er hann einfaldlega sá næst vinsælasti, óháð tegund og gerð og hefur ýtt Volkswagen Golf úr öðru sætinu niður í það þriðja á heimslistanum. Að vísu er munurinn, F-Fordinum í hag, ekki mikill – einungis 2.365 bílar. Þetta skýrist af því að milli áranna 2015-2016 dróst heimssalan á VW Golf saman um 6,2 prósent en heimssalan á Ford F jókst um 7,6 prósent.

 

Söluhæstu bílar heims 2016

1 Toyota Corolla

1.316.000

2. Ford F-serie

994.000

3. VW Golf

991.000

4. Hyundai Elantra

788.000

5. Honda CR-V

752.000

6. Ford Focus

735.000

7. Toyota RAV4

724.000

8. VW Polo

704.000

9. Honda Civic

669.000

10. Toyota Camry

661.000

11. Wuling Hong Guang

650.000

12. Chevrolet Silverado

642.000

13. Hyundai Tucson

638.000

14. VW Jetta

613.000

15. Haval H6

581.000