Sparaksturskeppnin 2012

Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlandsolíu fór fram í gær. Sá bíll sem minnstu eyddi í keppninni var Toyota Yaris með 1364 cc dísilvél en ökumaður hans var Júlíus Helgi Eyjólfsson sem er á myndinni. Bíll Júlíusar eyddi 4,18 lítrum á keppnishringnum sem var 143,5 km en það jafngildir rétt rúmlega 2,9 lítra eyðslu á hundraðið

Í keppninni er bílum skipað í flokka eftir rúmtaki vélanna. Flokkarnir eru þessir:

Bensínbílar (bensín-tvinnbílar)           

1. flokkur. Vélarstærð 0-1200 rúmsm. Í fyrsta sæti á Kia Picanto varð Freyja Leópoldsdóttir á Kia Picanto (5,48 l pr. 100 km).                                               

2. flokkur. Vélarstærð 1201-1400 rúmsm. Í fyrsta sæti varð Tómas Reynir Jónasson á Toyota Yaris (3,29 l pr. 100 km).

3. flokkur. Vélarstærð 1401-1600 rúmsm. Enginn keppandi.

4. flokkur. Vélarstærð 1601-2000 rúmsm. Í fyrsta sæti Eiríkur Einarsson á Toyota Auris HSD (4,61 l pr. 100 km).

5. flokkur. Vélarstærð 2001 -2500 rúmsm. Enginn keppandi.

6. flokkur. Vélarstærð 2501-4000 rúmsm. Enginn keppandi.

 Dísilbílar                                   

1. flokkur Vélarstærð 0-1200 rúmsm. Í fyrsta sæti varð Sigurpáll Björnsson á Kia Rio (3,78 l pr. 100 km).

2. flokkur. Vélarstærð 1201-1400 rúmsm. Í fyrsta sæti Júlíus Helgi Eyjólfsson á Toyota Yaris (2.91 l pr. 100 km).

3. flokkur. Vélarstærð 1401-1600 rúmsm. Í fyrsta sæti Brynjar Elefsen Ólafsson á VW Golf Bluemotion (3,52 l pr. 100 km).

4. flokkur. Vélarstærð 1601-2000 rúmsm. Í fyrsta sæti Jón Haukur Edwald á Mercedes Benz B-Klass 200 (4,36 l pr. 100 km).

5. flokkur. Vélarstærð 2001 -2500 rúmsm. Í fyrsta sæti Aron Andrew Rúnarsson á Honda Civic (3,68 l pr. 100 km).

6. flokkur. Vélarstærð 2501-4000 rúmsm. Í fyrsta sæti Gunnar Valur Jónasson á Toyota LandCruiser 150. (6,92 l pr. 100 km).

Sleggjuflokkur 4001 rúmsm og stærri. Einn keppandi: Rúnar Már Hjartarson á Toyota LandCruiser 200. (8,8 l pr. 100 km).

Tímamörk keppninnar í ár voru þrengd þannig að ökumenn þurftu meira að gæta sín en áður á því að ljúka keppni innan tilskilinna lágmarks tímamarka og var keppnin því harðari en oftast áður. Tekinn var milllitími á Selfossi þegar um helmingi akstursleiðar var lokið. Hámarks heildartími var 130 mínútur en hver mínúta umfram það gaf af sér refsistig sem umreiknuð voru í eldsneyti sem bættist við rauneyðsluna.

Hér má sjá á PDF skjali töflur yfir þátttakendur, aksturstíma þeirra og eldsneytiseyðslu.