Sparaksturskeppnin sl. laugardag
Ólafur Kr. Guðmundsson varaformaður FÍB var keppnisstjóri sparaksturskeppni FÍ og Atlantsolíu.
Einn keppenda í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sl. laugardag, Óskar Ásgeirsson, tók saman yfirlit yfir það hver eldsneytiskostnaður nokkurra af keppnisbílunum var í keppninni. Kostnaðurinn miðast við eldsneytisverðið eins og það var á keppnisdaginn, en það hefur því miður hækkað síðan. Bæði heldur heimsmarkaðsverðið áfram að hækka og það sem ekki gerir hlutina skárri - krónan heldur afram að lækka.
Óskar byrjaði til gamans á því að reikna út hvað það hefði kostað hann að aka á bensín Hybrid bílnum og bera saman við hvað það kostaði að aka tveggja sæta Smart dísilbílnum. Á dísil-Smartbílnum kostaði hringurinn 829,334 kr. en bíllinn eyddi 5,06 lítrum af dísilolíu. Á Honda-tvinnbílnum sem eyddi 5,24 lítrum á hringnum varð eldsneytiskostnaðurinn 790,716 kr. Það var því ódýrara að aka hringinn á Civic Hybrid en Smart. Í framhaldinu reiknaði Óskar út eldsneytiskostnaðinn hjá nokkrum þeirra sem kepptu í hópi atvinnumanna og óku venjulegum 4-5 manna fólksbílum. Eldsneytiskostnaður hjá þeim var sem hér segir:
Flokkur Gerð Ökumaður Vél cc Eyðsla Vegal. L/100 km Eldsn.kostn.
2B Honda Civic Hybrid Óskar Ásgeirsson 1339 5,24 143,1 3,66 790,72 kr.
1B Daihatsu Cuore Sigurjón Birgisson 989 5,83 143,1 4,07 879,75 kr.
2D Toyota Yaris Andri Már Einarsson 1400 5,44 143,1 3,80 891,62 kr.
2D Citroën C 3. Sigurlaug Knudsen 1400 5,54 143,1 3,87 908,01 kr.
2D Peugeot 207 1,6 Hdi Birgir Sveinsson 1560 5,62 143,1 3,93 921,12 kr.