Sparneytnastir í borgarumferðinni
Uppgefnar eyðslutölur bíla eru fengnar með stöðluðum aksturshring inni á rannsóknastofu. Þær eyðslutölur sem út úr þessum “akstri” koma þykja í hæverskara lagi og oft nokkuð fjarri eyðslunni í raunverulegri notkun. Í auglýsingum um nýja bíla er opinberu tölunni í blönduðum akstri oftast hampað en gera má ráð fyrir því að hún sé ætíð lægri en talan fyrir hreinan borgarakstur þar sem sífellt er verið að taka af stað og stansa. Það er því forvitnilegt að fá vísbendingar um hver eyðsla bíla gæti verið í raun í raunverulegum borgarakstri.
Sænska rannsóknastofan FACIT fæst við að taka út nýja bíla. Hún hefur nú rannsakað borgareyðslu nýrra bíla út frá eyðslutölum framleiðendanna um blandaðan akstur og upplýsingum frá eigendum nýrra og nýlegra bíla og birt lista yfir tíu þá sparneytnustu. Þar sem tölurnar eru að stórum hluta niðurstöður tölfræðilegra útreikninga en ekki nema að hluta niðurstöður úr raunverulegum akstri eru þær, eins og reyndar eyðslutölur framleiðendanna, einskonar vísitölur til að hafa til hliðsjónar þegar verið er að ráðgera bílakaup.
En hér er svo listinn
1. Peugot 208, 1,4 e-HDi 68 hk BlueLion MCP Active 5D, hlaðbakur, 3,6 l/100km
2. CITROËN C3, e-HDi 70 Airdream EGS Seduction, hlaðbakur, 3,6 l/100km
3. RENAULT Clio, 1.5 dCi 90 Expression 83G, hlaðbakur, 3,6 l/100km
4. OPEL Corsa, 1.3 CDTI ecoFLEX DPF 95 hk S/S Enjoy 3d, hlaðbakur, 3,7 l/100km
5. VOLVO V40, 1.6 D2 Summum, hlaðbakur, 3,8 l/100km
6. FORD Fiesta, 1.6 TDCi 95hk Econetic Trend 5d, hlaðbakur, 3,8 l/100km
7. MINI Mini, One D hlaðbakur, 3,9 l/100km
8. RENAULT Megane, 1.5 dCi 110 FAP Bose Edition Tourer, langbakur, 3,9 l/100km
9. FORD Focus, 1.6 TDCi 105 Econetic Titanium Kombi, langbakur, 3,9 l/100km
10. HONDA Civic, 1.6 Comfort, hlaðbakur, 4,0 l/100km