Sportjepplingurinn #3 væntanlegur á markað í vor
Sportjepplingurinn #3 væntanlegur á markað í vor.Sportlegar sveigjur og kraftmikill framhluti bílsins veita honum tímalaust og fágað yfirbragð. Sportlegt útlit bílsins er einnig endurspeglað í miklum afköstum.
Hámarksafl er frá 315 kW í BRABUS-línunni til 200 kW í hinum línunum, afl sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.
Hvað við kemur hröðun eru afköst smart #3 jafnvel enn sportlegri en #1 en í BRABUS-útfærslunni fer hann úr úr kyrrstöðu í hundraðið á litlum 3,7 sekúndum. Pro+, sem grunnútfærslulínan, er aðeins 5,8 sekúndur úr 0-100 km/klst.
Heildardrægni smart #3 er einnig meiri en #1 eða milli 435 og 455 km. Fínstillt fjöðrunarkerfi og 2785 mm hjólhaf, ásamt mjög straumlínulagaðri yfirbyggingu með loftviðnámsstuðul upp á aðeins 0,27 skila kraftmikilli akstursupplifun.
Mikil áhersla er á snurðulausa akstursupplifun með fyrsta flokks hugbúnaði og þráðlausum uppfærslum. Skilvirk jafnstraumshleðslutækni upp á allt að 150 kW/klst býður upp á hleðslu smart #3 úr 10 í 80 prósent á innan við 30 mínútum.
smart #3 er snjall ferðafélagi í daglegu lífi og styður ökumanninn með notendavænu akstursvistkerfi. Þar á meðal eru ýmis kerfi sem eru hluti af Pilot Assist-kerfi smart, svo sem þjóðvegaaðstoð (HWA) og sjálfvirk bílastæðaaðstoð (APA).
#3 er einnig búinn Android Auto og Apple CarPlay sem gerir ökumönnum kleift að færa snjallsímaeiginleika og -forrit á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.