Stærsta æfinga- og prófunarsvæði sjálfakandi bíla í S-Kóreu
Í Suður-Kóreu er í byggingu æfinga- og prófunarsvæði fyrir sjálfakandi bíla. Svæðið er um 88 hektarar að stærð og mun verða það stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar framkvæmdum lýkur.
Þar geta ökumenn keyrt um á sjálfakandi bílum og prófað sig áfram við allar hugsanlegar aðstæður sem upp geta komið í akstri, án þess þó að stofna almenningi í hættu. Prófanir í akstri á hraðbrautum hefjast í október en ætlunin að að taka svæðið að fullu í gagnið um mitt næsta ár.
Markmiðið er að veita ökumönnum sem bestu aðstoð og öðlast tilfinningu í akstri á sjálfkeyrandi bifreiðum. Nokkur af stærstu fyrirtækjum Suður-Kóreu koma að þessari uppbyggingu og má þar nefna SK Telekom og Samsung, auk bílaframleiðandanda Hyundai og KIA en þessi fyrirtæki búa yfir mikilli tækniþekkingu sem nýtast mun svæðinu vel. Aðkoma þeirra er ekki síður til að gera sjálfkeyrandi bíla eins örugga og kostur er.
Fyrir tveimur árum síðan var byggt mun minna æfingasvæði fyrir sjálfkeyrandi bíla í Michigan í Bandaríkjunum. Það hefur gefið mjög góða raun og segja sérfræðingar að fleiri álíka svæði verði byggð víða um heim á næstu árum.