Stefnan að skipta út bensínknúnum leigubílum fyrir rafbíla í Peking
Borgaryfirvöld í Peking í Kína hafa sett á laggirnar áætlun þess efnis að skipta út öllum bensínknúnum leigubílum fyrir rafknúna leigubíla. Er þetta einn liðurinn í þeirri áætlun að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í borginni.
Aðgerðin er býsna umfangsmikil þar sem skipta þarf út 70 þúsund bílum og kostnaðurinn mun nema um 143 milljörðum íslenskra króna.
Hvenær og hvernig þessi aðgerð mun fara í framkvæmd er enn óljóst og spurning hvort sagan muni endurtaka sig. Árið 2014 voru yfirvöld í Peking nefnilega með áform um að skipta út þeim 46 þúsund leigubílum sem þá voru í umferð fyrir rafknúna. Lítið sem ekkert varð úr þeim áformum. Þess má geta að Peking er í 14. sæti yfir þær borgir þar sem menga mest.
Kína hefur tekið stór skref í áttina að vistvænni þróun. Í fyrra tvöfaldist fjöldi rafmagnsbíla þar í landi og eru þeir orðnir yfir 600 þúsund.