Sterkir fólksbílar

Euro NCAP hefur nú lokið síðustu prófunarlotu þessa árs. Í henni voru árekstraprófaðir ellefu nýir bílar af mörgum gerðum og stærðum. Helstu niðurstöður eru þessar:

http://www.fib.is/myndir/Mazda3.jpg
http://www.fib.is/myndir/Peugeot308.jpg
http://www.fib.is/myndir/FordTourneo.jpg
http://www.fib.is/myndir/MitsOutlander.jpg
http://www.fib.is/myndir/Maserati.jpg
http://www.fib.is/myndir/InfinitiQ.jpg
 http://www.fib.is/myndir/FordEco.jpg
 http://www.fib.is/myndir/NissanNote.jpg
 http://www.fib.is/myndir/BensCitan.jpg
 http://www.fib.is/myndir/BMWi3.jpg
 http://www.fib.is/myndir/VW-TS.jpg

Fjölskyldubílarnir Peugeot 308 og Mazda 3 sem teljast af millistærð, náðu 5 stjörnum en Ford Ecosport og BMW i3 náðu 4 stjörnum. Fjölnotabíllinn Mercedes CITAN í endurbættri gerð fékk 4 stjórnur. Þetta var í annað sinn á þessu ári sem CITAN var árekstursprófaður en í fyrra sinnið hlaut hann aðeins 3 stjörnur. Ford Tourneo Connect sem er fjölnotabíll svipaður og sambærilegur við CITAN hlaut 5 stjörnur. Einnig hlaut tvinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV 5 stjörnur. Litli fjölnotabíllinn Nissan Note og stóri fjölnotabíllinn Volkswagen T5 hlutu báðir 4 stjörnur. Loks skal síðastan telja lúxusvagninn Maserati Ghibli sem hlaut 5 stjörnur.

Nokkrir bílanna 11 í þessari prófunarlotu eru tæpast líklegir til að gera mikið strandhögg inn á íslenska bílamarkaðinn. Það eru hins vegar bæði Mazda 3 og Peugeot 308 ef einhverntíman færi nú að rofa til í endurnýjun íslenska bílaflotans. Báðir eru þessir bílar af nýrri kynslóð og hafa fengið afar góðar umsagnir bílablaðamanna sem hafa reynsluekið þeim. Og báðir ná fimmtu stjörnunni með glans. Peugeot 308 er að segja má svar Frakka við VW Golf. Hann reyndist verja fólkið í bílnum mjög vel við ákeyrslu framanfrá og í ákeyslu frá hlið. Þá þykja aksturseiginleikar hans framúrskarandi. Svipaða sögu er að segja af hinum nýja Mazda 3.

Sjá má nánar um niðurstöður þessa nýjasta árekstraprófs Euro NCAP hér.