Steypt slitlag á brú yfir Steinavötn
Steypt slitlag var lagt út á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit nú í vikunniSteypta slitlagið er 50 mm þykkt og um 100 MPa að styrk. Það eru Ólafur Wallevik og starfsmenn RB á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Helga Ólafssyni brúarhönnuði hjá Vegagerðinni, sem í sameiningu hafa þróað þetta steypta slitlag á brýr.
Steypan er einstök á heimsvísu því hún er sjálfpakkandi, frekar stíf og notaður er seigjumælir til að stýra framleiðslu.
Slitsterk steypa hefur meðal annars verið notuð á eftirfarandi brýr með góðum árangri: Arnarnesbrú, Borgarfjarðarbrú, Blöndubrú, Bæjarháls, Miðfjarðará, Sogsbrú og Ölfusárbrú.
Nánar verður fjallað um steypt slitlag á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður rafrænt 30. október 2020.