Stjórnvöld hafa verið dugleg að leggja á og hækka skatta á bifreiðaeigendur
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að verið sé að þyrla ryki í augu almennings með því að tala um að veggjöld því að í raun sé um að ræða aukna skattlagningu á tiltekinn hóp bifreiðanotenda.
Þá bendir hann einnig á að það sé skoðun FÍB að stjórnvöld á liðnum árum hafi brugðist vegna þess að þau hafi verið dugleg að leggja á og hækka skatta á bifreiðaeigendur án þess að nota þá til vegaframkvæmda. Þetta er meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson á mbl.is í dag.
Þá kemur fram í viðtalinu við Runólf að á sama tíma og lagt sé til að leggja á veggjöld hafi verið lagt til í fjárlögum fyrir næsta ár að hækka skatta á bifreiðanotkun um níu milljarða króna án þess að framlög til vegaframkvæmda verði hækkuð um krónu.
Runólfur bendir á að það sé einfaldlega verið að kasta ryki í augu almennings með því að kalla þetta notkunargjöld. Það er nú þegar verið að greiða notkunargjöld og það að verið sé að jafna einhver gjöld er einhver mesti orðhengilsháttur sem hann hafi orði vitni að.
Viðtalið við Runólf á mbl.is má sjá nánar hér.