Stjórnvöld í Dúbaí hvetja landsmenn til kaupa á rafmagnsbílum
Dúbaí, sem er í hópi stærstu olíuríkja heims, hefur uppi stór áform í málefnum sem snúa að rafbílum á næstu árum. Stjórnvöld gera sér fulla grein fyrir þróuninni í þessum efnum og eru með hvatningu til landsmanna um að íhuga kaup á rafmagnsbílum.
Ef áætlun stjórnvalda gengur eftir er vonast eftir að 2% bíla í landinu verði rafknúin eftir þrjú ár. Árið 2030 er stefnt að því að 10% bíla verði rafknúin í landinu.
Ýmislegt verður í boði fyrir þá sem hyggjast kaupa rafmagnbíl í framtíðinni og má í því sambandi nefna að yfir 100 hleðslum verður komið upp í landinu þar sem bifreiðaeigendur geta hlaðið bíla sína endurgjaldslaust.