Stöðusektir 4,7 milljónir isl. kr. á dag kr. í Kaupmannahöfn
20.07.2005
Stöðuverðir í Kaupmannahöfn sem eru alls 120 talsins, skrifa hátt í 900 stöðusektarmiða á dag upp á 540 þúsund danskar krónur. Það þýðir að meðalupphæð hvers sektarmiða er um 5.200 ísl. kr. Langflestir greiða miðana orðalaust en aðeins 7% kvarta eða kæra álagninguna.
Bílum hefur fjölgað talsvert í Kaupmannahöfn undanfarin fá ár en bílastæðum lítið. Danskir fjölmiðlar gera talsvert úr því að umferð sé mikil og mikil vandamál henni samfara. En bílastæðavandinn er greinilega orðin talsverð gróðalind fyrir borgarsjóðinn
Dönsk fréttastofa hefur kannað hvaða staður í borginni gefur borgarsjóði mestar stöðusektartekjur. Það er skammt frá Vesterport járnbrautarstöðinni, í Herholdtsgade bak við Imperial kvikmyndahúsið. Gatan er lokuð og þar sem eru grindur til að loka fyrir umferð af götunni inn á Farimagsgade og Nyropsgade leggja menn gjarnan þótt það sé ólöglegt. Á síðustu 10 mánuðum voru eigendur 2.468 bíla sektaðir fyrir að leggja þarna. Það er að meðaltali átta sektir á dag.