Stórhættulegar götur

Aðalfundur Bílgreinasambandsins sem fram fór í lok síðasta mánaðar ályktaði m.a. um afar bágborið ástand vega og gatna og meðfylgjandi hættur og eignatjón af þessum sökum. Alir þeir sem hlut eiga að máli eru hvattir til að hefjast handa við að bæta úr þessu ófremdarástandi og nýta þá fjármuni sem falla  til m.a. í gegnum skattkerfi bílgreinarinnar sbr. bensínskatta til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins þar til vegir og götur eru komin í viðunandi ástand að nýju. 

http://fib.is/myndir/Jon-Trausti.jpg
Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Öskju var endur-
kjörinn formaður Bílgreina-
sambandsins.


Í ályktuninni segir m.a. að fjöldi bifreiða hafi skemmst bæði þannig að hjólbarðar og felgur hafa eyðilagst sem og hjólabúnaður hefur laskast og þannig skapast mikil hætta fyrir þá aðila sem í umræddum bílum ferðast sem og öðrum sem á vegi þeirra kunna að verða. Engum sé greiði gerður með stórhættulegu gatnakerfi. Því telji aðilar Bílgreinasambandsins sig knúna til að benda stjórnvöldum á þessa  alvarlegu stöðu sem er að skapa stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi.  Öllum  sé ljóst að undanfarin ár hefur mikið skort á í viðhaldi vega og gatna vegna mikils niðurskurðar. En nú verði ekki lengur við það unað.

Aðildarfyrirtæki Bílgreinasambands Íslands eru 126 og starfa þau á flestum sviðum bílgreinarinnar.