Stytting leiðar norður í land

Spurningin sem uppi hefur verið hér á vefnum undanfarna daga var um hugmyndir að nýjum 17 km löngum vegi sunnan Blönduóss, sem stytta myndi leiðina norður um 14 kílómetra og sem eingöngu yrði fjármagnaður með veggjöldum. Spurt var hversu fólk væri hlynnt hugmyndinni og voru svarmöguleikar allt frá því að vera mjög hlynnt(ur) hugmyndinni til þess að vera mjög andvíg(ur).

http://www.fib.is/myndir/Svinavatnsleid.jpg
Leið 1 myndi stytta norðurleiðina um 14
km.

Ágæt svörun var við spurningunni og lengst af voru þeir yfirgnæfandi flestir eða milli 65 og 75 prósent sem kváðust mjög hlynntir hugmyndinni. 10-15 prósent svarenda kváðust mjög andvígir hugmyndinni en afgangurinn skiptist nokkuð jafnt milli þess að vera frekar hlynnt(ur), hlutlaus eða frekar andvíg(ur).

Undir lok síðust viku fór svo skyndilega að bera á því að þeim mjög andvígu tók að fjölga hratt og þegar spurningunni svo var skipt út fyrir nýja nú í morgun (þriðjudaginn 22. mars) var svo komið að 43,5 prósent svarenda voru mjög andvígir hugmyndinni, mjög hlynntir voru 40,4 prósent, frekar hlynntir voru 5,3 prósent, hlutlausir 5,1 prósent og frekar andvígir 5,6 prósent. Þá höfðu 1031 svarað.

 Ef af þessari vegalagningu yrði, hvort heldur sem um einkaframkvæmd yrði að ræða eða ekki, myndi norðurleiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast og ekki liggja lengur um Blönduós. Því eru bæjarstjórn Blönduóss og hagsmunaaðilar í bænum mjög mótfallnir.