Styttri ferðatími, minni tafir og aukið umferðaröryggi

Heild­ar­kostnaður við nýj­an uppfærðan sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu verður 311 millj­arðar. Mikla­braut fer í göng en ekki stokk og fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú og þar með borg­ar­línu fara í gang mjög fljót­lega. Sæbraut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mislæg gatnamót. Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi í dag um upp­færðan sam­göngusátt­mála.

Verður fjár­fest fyr­ir 14 millj­arða ár­lega til árs­ins 2029 og frá ár­inu 2030 fyr­ir 19 millj­arða til árs­ins 2040. Áður hafði verið gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn væri um 170 millj­arðar. fjár­magni sem sett verður í sam­göngusátt­mál­ann munu 42% fara í stofn­vegi, 42% í borg­ar­línu og 13% í göngu- og hjóla­stíga. Að lok­um fer 3% í um­ferðar­stýr­ingu, bætt flæði og ör­yggi.

Ríkið mun fjár­magna 87,5% af sátt­mál­an­um

Ríkið mun fjár­magna 87,5% af sátt­mál­an­um en sveit­ar­fé­lög 12,5%. Munu sveit­ar­fé­lög fjár­magna verk­efni sátt­mál­ans með bein­um fram­lög­um. Ríkið mun fjár­magna sinn hluta með bein­um fram­lög­um, ábata af sölu af Keldna­landi og tekj­um af um­ferð eða með ann­arri fjár­mögn­un.

Í uppfærðum samgöngusáttmála verður lögð áhersla á aukin lífsgæði, greiðari umferð og minni ferðatíma í öllum samgöngumátum. Ennfremur aukið öryggi og almenningssamgöngur stórefldar með auknum stuðningi ríkisins.

Markmiðið er að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði í fremstu röð

Sáttmálinn felur í sér sameiginlega sýn fyrir allt höfuðborgarsvæðið, þar sem lögð verður höfuðáhersla á skilvirka og hagkvæma uppbyggingu samgönguinnviða. Markmiðið er að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði í fremstu röð þannig að svæðið og Ísland allt sé samkeppnishæft um bæði fólk og fyrirtæki.

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, gerðu samkomulag um uppfærðan sáttmála sem felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á svæðinu til ársins 2040.

Á sama tíma var undirritað samkomulag um samvinnu um rekstur og stjórnskipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að efla almenningssamgöngur, m.a. með auknum stuðningi ríkisins, en sameiginlegt félag verður stofnað um skipulag og rekstur.

Gildistími sáttmálans lengdur til ársins 2014

Kostnaðaráætlanir hafa verið endurskoðaðar með fenginni reynslu og mörg verkefni komin nær framkvæmdatíma. Gildistími sáttmálans hefur verið lengdur til ársins 2040 til að tryggja raunhæfan tímaramma fyrir undirbúning og fjármögnun.

Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka.

Boruð um 2,8 km jarðgöng með tengigöngum við Kringlumýrarbraut - Sæbraut lögð í stokk

Stærstu breytingarnar á einstökum verkefnum frá fyrri samgöngusáttmála eru að Miklabraut verður ekki í stokk lögð heldur boruð um 2,8 km jarðgöng með tengigöngum við Kringlumýrarbraut í stað 1,8 km Miklubrautstokks og að Sæbraut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mislæg gatnamót. Þá hafa ný gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verið útfærð með frjálsu flæði bílaumferðar auk sérrýmis Borgarlínu til að tengja Mjódd við almenningssamgöngukerfið.

Loks flytjast framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Norðlingavaðs og Bæjarháls yfir á samgönguáætlun. Stöðugt mat er lagt á valkosti sem leiða til aukinnar hagkvæmni og umferðaröryggis.

Skipting fjármögnunar milli ríkis og sveitarfélag verður hin sama og áður, þ.e. sveitarfélög með 12,5% og ríkið 87,5%.Beint framlag ríkisins í samgöngusáttmálann verður 2,8 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess er gert ráð fyrir árlegu viðbótarframlagi að fjárhæð 4 ma. kr. í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisins frá 2025 til og með 2029. Þá er gert ráð fyrir auknum ábata af þróun og sölu Keldnalands sem ríkið lagði inn í verkefnið við undirritun samgöngusáttmálans 2019.

Beint framlag sveitarfélaganna verður 1,4 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess mun árlegt viðbótarframlag að fjárhæð 555 miljónir kr. bætast við bein framlög sveitarfélaganna frá og með 2025. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skipta með sér kostnaði á hverju ári miðað við hlutfallslegan íbúafjölda 1. desember árið á undan.

Frá og með árinu 2030 er gert er ráð fyrir tekjum af umferð eða annarri fjármögnun ríkisins. Stjórnvöld vinna að nýrri nálgun á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum.