Sumardekkjakönnun 2025 aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB
Eins og mörg undanfarin ár hefur Motor, félagsblað norskra bifreiðaeigenda(NAF), veg og vanda af sumardekkjakönnuninni 2025. Prófunin fór fram í byrjun nóvember 2024 á braut fyrir utan Madríd á Spáni. Sumardekkjakönnun 2025 er nú aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB.
Veðrið var óvenjulega kalt en í vikunni áður dundu náttúruhamfarir á Valencia og nágrenni, með hitastig um tíu gráður sem svara til skandinavísks haust- og vorhitastigs.
Allar prófanir hófust og luku með akstri á viðmiðunardekkjum, sem einnig voru keyrð milli umferða prófunardekkjanna þegar þess var þörf. Allar niðurstöður voru síðan leiðréttar miðað við hvernig árangur viðmiðunardekkjanna varð fyrir áhrifum af veður- og hitabreytingum. Öll prófin voru framkvæmd með Kia EV6.
Í sumardekkjaprófun þessa árs einbeittu sérfræðingarnir sér að stærðinni 235/55 R19. Hún er vinsæl fyrir sportjeppa og er á mörgum vinsælustu bílategundunum. Rafmagnsbíllinn Kia EV6 með stóru rafhlöðunni varð fyrir valinu sem prófunarbíll.
Dekkin sem notuð voru í könnuninni voru eftirtalin:
- Continental PremiumContact7
- Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6
- Hifly Vigorous HP801
- Michelin Pilot Sport 4 SUV
- Nokian Hakka Black 3-Pirelli Scorpion
- Pirelli Scorpion
- Joker 1: Volkswagen-aðlöguð hagkvæmnidekk
- Joker 2: Volvo-aðlöguð hagkvæmnidekk
Michelin Pilot Sport 4 SUVog Nokian Hakka Black 3 Silentdrive voru sigurvegarar að þessu sinni, hnífjöfn með 86 stig. Pirelli Scorpionog kom í þriðja sætinu en önnur dekk voru nokkuð síðri.