Sundurliðun ábótavant við tilboðsgerð tryggingafélaga
Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2019 athugun á því hvernig vátryggingafélög („félögin“ hér eftir) sundurliða kostnað og afslætti vátrygginga við tilboðsgerð til einstaklinga vegna ökutækjatrygginga og eignatrygginga (þ.e. bruna- og innbústrygginga). Niðurstöður lágu fyrir í nóvember 2019 og birt hefur verið á vef Seðlabanka Íslands.
Markmið athugunarinnar var að skoða hvort sundurliðun kostnaðar við tilboðsgerð væri í samræmi við 3. tl. 2. mgr. 4. gr. reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga, þar sem fram kemur að viðeigandi upplýsingar um vöru og þjónustu, þ. á m. um allan kostnað, skuli veittar á skýran og skiljanlegan hátt, áður en viðskipti fara fram og meðan á viðskiptasambandi stendur.
Skoðað var annars vegar hvernig tilboðsgerð fer fram hjá félögunum og hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar og hins vegar hvernig uppsetningu tilboða til viðskiptavina er háttað m.t.t. sundurliðunar trygginga, afslátta o.fl. Í þeim tilgangi var óskað eftir afriti af verðskrám félaganna, upplýsingum um hvernig tilboðsgerð til viðskiptavina færi fram og afriti af þremur fyrstu tilboðum fyrstu tveggja ársfjórðunga ársins 2019.
Þannig var skoðað hvort félögin sýndu sundurliðuð verð vegna ábyrgðartryggingar ökutækis skv. 8. gr. laga nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar, slysatryggingar ökumanns og eiganda skv. 9. gr. sömu laga og bílrúðutryggingar.
Jafnframt var skoðað hvort afsláttur væri gefinn og þá hvort hann væri skýr og sundurliðaður niður á einstaka tryggingar. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar niður á ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og bílrúðutryggingu.
Eftirlitið taldi að framsetning kostnaðar með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að Gagnsæistilkynningar Fjármálaeftirlitsins eru birtar í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármála-starfsemi nr. 87/1998 leiðarljósi.
Viðskiptavinir eiga síður kost á að taka upplýsta ákvörðun um vátryggingar ef kostnaður vegna þeirra er ekki sundurliðaður. Fjármálaeftirlitið gerði því athugasemd við að félagið birti ekki sundurliðun á kostnaði við ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og bílrúðutryggingu. TM hf. Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar niður á ábyrgðartryggingu ökutækis og slysatryggingu ökumanns og eiganda.
Eftirlitið taldi að framsetning kostnaðar með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi.
Viðskiptavinir eiga síður kost á að taka upplýsta ákvörðun um vátryggingar ef kostnaður vegna þeirra er ekki sundurliðaður. Fjármálaeftirlitið gerði því athugasemd við að félagið birti ekki sundurliðun á kostnaði við ábyrgðartryggingu ökutækis og slysatryggingu ökumanns og eiganda Vátryggingafélag Íslands hf. Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar niður á ábyrgðartryggingu ökutækis og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Þar var heldur ekki að finna sundurliðun á afsláttum niður á fyrrnefndar tryggingar, bílrúðutryggingu og kaskótryggingu félagsins.
Eftirlitið taldi að framsetning kostnaðar og afslátta með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi. Viðskiptavinir eiga síður kost á að taka upplýsta ákvörðun um vátryggingar ef kostnaður vegna þeirra er ekki sundurliðaður.
Fjármálaeftirlitið gerði því athugasemd við að félagið birti ekki sundurliðun á kostnaði við ábyrgðartryggingu ökutækis skv. 8. gr. laga nr. 30/2019 og slysatryggingu ökumanns og eiganda skv. 9. gr. sömu laga. Einnig gerði eftirlitið athugasemd við að veittur afsláttur væri ekki sundurliðaður niður á einstaka tryggingar ökutækja. Gagnsæistilkynningar Fjármálaeftirlitsins eru birtar í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármála-starfsemi nr. 87/1998 Vörður tryggingar hf.
Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækja- og eignatrygginga (þ.e. bruna- og innbústrygginga) er lokaverð gefið upp sem „Samtals með afslætti“ en þó eru engir sundurliðaðir afslættir niður á einstaka tryggingar.
Eftirlitið taldi að framsetning heildarverðs með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi. Fjármálaeftirlitið gerði því athugasemd við að félagið birti lokaverð sem „Samtals með afslætti“ en sýndi þó enga sundurliðaða afslætti niður á einstaka tryggingar í tilboðsgerð ökutækja- og eignatrygginga (þ.e. bruna- og innbústrygginga).