Suzuki tímabundið af Evrópumarkaði
Flest bendir til að japanski bílaframleiðandinn Suzuki þurfi að taka Jimny af markaði í Evrópu. Ástæðuna má rekja til strangra reglna um losun koltvísýrings í Evrópu.
Eins og málin standa í dag tekur þessi regla ekki gildi fyrr en á næsta ári. Suzuki vinnur hörðum höndum að því að gera breytingar á vélinni svo bílinn verði gjaldgengur á Evrópumarkaði á ný. Engar tímasetningar hafa verið gefnar upp hvenær að því getur orðið.
Að sögn forsvarsmanna Suzuki á Íslandi fær umboðið alla þá bíla sem pantanir liggja fyrir um á þessu ári. Óvissa ríkir með næsta ár en málin ættu að skýrast þegar fram í sækir.
Suzuki Jimny hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu. Í ár er von á létt hybrid útgáfu af Vitara jeppanum, sem verður fyrsti hybrid bíll Suzuki í Evrópu.