Suzuki vinsælasta smábílamerkið 2017
Breska ráðgjafafyrirtækið IHS Automotive sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á bílamarkaði hefur gefið út að Suzuki var vinsælasta smábílamerkið í heimi 2017. Þetta er byggt á sölutölum á smábílum á heimsvísu fyrir umrætt ár.
Samkvæmt útreikingi IHS Automotive seldi Suzuki 2.938.633 smábíla árið 2017 og er þá miðað við bíla í A og B flokki eins og breska greiningarfyrirtækið skilgreinir þá. Nam hlutdeild japanska bilaframleiðandans 11,4 á heimsvísu.
Renault er annar mest seldi bíllinn í þessum stærðarflokki en alls seldust 2.549.683 bílar af þessari tegund 2017. Nam hlutdeild Renault 9,9%. Honda kemur í þriðja sætinu með 2.232.997 seld eintök sem nemur 8,7% hlutdeild.
Hyundai og Toyota koma í næstu sætum með tæp tvær milljónir seldra eintaka. PSA, Volkswagen, Nissan, GM, Fiat fylgja þar á eftir en samtals seldust 25.785.450 bílar í þessum stærðarflokki á heimsvísu 2017.